25. Ketill Berg Magnússon - Marel
Manage episode 311636697 series 3161408
Góðir gestir, næsti viðmælandi er ekki af verri endanum. Hann heitir Ketill og er mannauðsstjóri hjá Marel. Ég bauð Ketil velkominn í Akademias stúdíóið þar sem við náðum heldur betur góðu spjalli. Ketill er fyrsti viðmælandi minn sem nær að tala í tæpa tvo klukkutíma en ekki örvænta, þetta er svo fróðlegt spjall að það nær bara varla nokkurri átt. Ketill segir okkur frá hverjar áherslurnar eru hjá Marel, hvernig er að vinna hjá fyrirtæki á alþjóðavísu með 7.500 starfsmenn, hvernig þau tókust á við Covid, afnámu stimpilklukkuna, kláruðu styttingu vinnuvikunnar á tveimur 2 tíma fundum, hvað skiptir mestu máli í vinnuumhverfinu og svo kemur jafnréttisumræðan sterk inn í lokin.
Þátturinn er í boði Akademias og Alfreð.
50 episode