Jólasiðir þá og nú
Manage episode 455785516 series 2810691
Helgi Biering ræðir við dr. Margréti Gunnarsdóttur skjalavörð um hefðir, siði og venjur Íslendinga í kringum jól og áramót. Margrét, sem er höfundur ævisögu Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar, fræðir hlustendur um það til dæmis hvernig jólahaldi var háttað á heimili þeirra hjóna við Austurvegg í Kaupmannahöfn. Áhrif erlendis frá, einkum frá Danmörku, hafa augljóslega náð til landsins í gegnum tíðina og hjálpað við að móta siði og venjur.
Meðal þess sem fram kemur í þættinum er fjöldi jólasveina, jólakveðjur, innkaup fyrir jólin, epli og mandarínur og hvers vegna jólin ganga í garð klukkan 18 á aðfangadag.
32 episode